VEFSÍÐUGERÐ MEÐ SQUARESPACE

Við erum í samstarfi við Squarespace og erum hluti af Squarespace Circle. Ástæða þess að Hugskot ákvað að nýta sér það kerfi er einfalt, það er öruggt, þægilegt og eftir að við höfum sett upp síðuna er kerfið á bakvið notendavænt og grunn tölvukunnátta er næg til að reka vefsíður og uppfæra undirsíður. Innifalið í okkar þjónnustu er kennsla og aðstoð meðan viðskiptavinir okkar aðlagast kerfinu. Sumir kjósa að láta okkur alfarið um uppfærslur til að geta einbeitt sér að rekstrinum, því rekstur á vefsíðum er maraþon.

RESPONSIVE HÖNNUN

Allar vefsíður sem við setjum upp eru hugsaðar með snjallsíma og spjaldtölvur í huga. Meiri hluti vefumferðar er í dag gegnum snjalltæki og til að leitarvélar sýni vefsíðum áhuga er nauðsynlegt að hafa það í huga við hönnun og skipulag fyrir þína vefsíðu.

VERKFERLI OKKAR

Reynsla, þekking og fagmennska er gríðarlega mikilvæg í til að þróa, hanna og skipuleggja vefsíður til að skila þeim árangri sem þú vilt ná með góðri vefsíðu. Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum til að kynnast þeirra sýn og þörfum.


VERKEFNIN

Við erum stoltir af okkar netsíðum, og hér má skoða nokkarar af okkar uppáhald.